Svona bregðumst við við Covid–19

Í ljósi Covid-19 faraldursins sem gengur yfir þessa dagana og vikurnar höfum við hjá Fálkanum
gert eftirfarandi ráðstafanir sem við biðjum ykkur um að sýna skilning og virða:

  • Nokkrir sölumenn vinna heiman frá sér og hafa ekkert samneyti við annað starfsfólk.
    Þetta er gert til að við getum sinnt neyðarþjónustu ef til þess kemur að fyrirtækið verður sett í sóttkví.
  • Samgangur starfsmanna innan fyrirtækisins er í lágmarki eins og kostur er og við virðum þær fjarlægðartakmarkanir sem sóttvarnarlæknir hefur sett.
  • Við erum dugleg að þrífa alla snertifleti eins og posa, afgreiðsluborð og kaffiaðstöðu.  Við notum sótthreinsandi efni við þrifin og bjóðum upp á handspritt og notum hanska þar sem við á.
  • Aðgengi viðskiptavina takmarkast nú við verslun og salerni inn af verslun.  Við biðjum ykkur að virða þær merkingar sem hafa verið settar upp og fjarlægðartakmarkanir sóttvarnarlæknis.
  • Við forðumst alla fundarsetu í lokuðum rýmum og heimsækjum ekki viðskiptavini.  Vöruútkeyrsla verður þó með óbreyttu sniði en við gerum viðeigandi varúðarráðstafanir.

Við biðjumst velvirðingar á töfum sem kunna að verða á afgreiðslu vegna þessarra ráðstafana og óþægindum sem þær kunna að valda, en við þessar aðstæður er ekki annað hægt en að bregðast við.

Hitablásarar

Tilboðshornið