Covid-19 frá 4. maí

Nú er komið að því að slaka aðeins á umgengnishöftum vegna Covid-19.  Við viljum samt ekki slaka of mikið á og erum því ennþá með nokkrar reglur sem við biðjum ykkur að virða.

  • Allir starfsmmenn eru nú á staðnum hvort sem er á skrifstofu, í verslun eða á lager.  Við reynum að fara eins varlega og kostur er, erum dugleg að nota hanska og spritt og virðum 2 metra regluna eins og kostur er.
  • Við erum dugleg að þrífa alla snertifleti eins og posa, afgreiðsluborð og kaffiaðstöðu með sótthreinsiefnum.
  • Aðgengi viðskiptavina takmarkast nú við verslun og salerni inn af verslun.  Við biðjum ykkur að virða þær merkingar sem hafa verið settar upp og fjarlægðartakmarkanir sóttvarnarlæknis.
  • Við forðumst alla fundarsetu í lokuðum rýmum og heimsækjum ekki viðskiptavini.  Vöruútkeyrsla er með óbreyttu sniði en við gerum viðeigandi varúðarráðstafanir.

Við fylgjum eftir sem áður öllum þeim tilmælum sem sóttvarnarlæknir setur fram og leggjum þannir okkar af mörkum til að sigrast á þessari óværu.

 

Baðvifta með lyktarskyn

Tilboðshornið

Slide Slide Slide Slide Slide