Fálkinn og Ísmar í sambúð

Undanfarið hafa átt sér stað breytingar hjá okkur í Fálkanum.
Við fengum nýja eigendur, Ísmar, sem er gamalgróið fyrirtæki á sviði hátækni mælitækja, fjarskiptabúnaðar, loftræstilausna og margs fleira. Í kjölfar eigandaskiptanna var verslun Ísmars flutt með manni og mús til okkar á Dalveginn.
Þessar breytingar hafa ekki áhrif á daglegan rekstur Fálkans, þar eru sömu sölumenn og sömu vörur og áður.  Helsta breytingin er sú að nú er meira að sjá í verslun.  Með Ísmar kom meira vöruúrval og fleira starfsfólk, auk þess sem tekin var í gagnið ný kaffivél til viðbótar við þessa gömlu góðu.