Verið velkomin í viðskipti.

Verslun og þjónusta

Verslun Fálkans er vel staðsett og með góðu aðgengi.  Fjöldi sölumanna er á annan tug og atið oft mikið enda verkefnin fjölbreytt og oft tæknilega krefjandi. Vöruúrvalið spannar mjög vítt svið af rekstrar- og tæknivöru þar sem verðmæti birgða hleypur á hundruðum milljóna, fjöldi vörunúmera skiptir tugum þúsunda og fjöldi birgja hundruðum.  Þá eru sérpantanir á ýmsum vörum daglegt brauð og því má með sanni segja að enginn dagur sé eins á vinnustað eins og hjá Fálkanum.

Við bjóðum upp á útkeyrslu á allar helstu afgreiðslustöðvar og vinnum náið með helstu flutningsaðilum.

 

 

Sérhæfð verkstæðisþjónusta

Hjá Fálkanum er rekið öflugt rafvélaverkstæði sem sinnir viðhaldi og þjónustu á þeim vélum og verkfærum sem við höfum á boðstólnum, auk annarra viðgerða.

 

Þekking í forgrunni

Kjarninn í tækniþjónustu Fálkans er þjónusta og ráðgjöf varðandi raf- og vélbúnað, almennan drifbúnað, legur og annað því tengt.
Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar á þessum sviðum sem eru viðskiptavinum og sölumönnum til halds og trausts þegar kemur að sértækum lausnum.

Mikið af þeim fyrirspurnum sem okkur berast eru tæknilega krefjandi og kalla á faglega ráðgjöf og leit að lausnum, hvort sem um er að ræða einstaka hluta eða heildarlausn stærra verks.  Að auki erum við í góðu samstarfi við tæknimenn okkar birgja.

  • Hönnun.
  • Sala og þjónusta.
  • Ráðgjöf á drifbúnaði og smurkerfum, legum og þéttingum.
  • Ráðgjöf.
  • Ráðgjöf og val á dælum í öll verkefni, loft, vatn, efnavara og olíur.
  • Sala og þjónusta.

 

 

Straumrás

Samstarfsaðili Fálkans á Akureyri er Straumrás hf.  Rótgróið fyrirtæki sem þekkir sinn heimamarkað vel og nýtur nálægðar við öfluga útgerð og iðnað norðan heiða.

Hjá fyrirtækinu starfa fimm hressir og kraftmiklir strákar með góða og haldbæra reynslu. Verslunarstjóri og æðsti prestur er Guðni Hermannson.

Í raun má segja að það sé eitt ævintýri að heimsækja verslun Straumrásar sem ber sterkan keim að því að vera sá aðili sem reddar flest öllu er snýr að vélbúnaði og tækjum og gott betur. Stemingin er skemmtileg og strákarnir allir af  vilja gerðir að þjóna sínum viðskiptavinum.

Nánar um Straumrás hér