Alltaf á vakt – neyðarþjónusta allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Margir viðskiptavina okkar eru að störfum fyrir utan hinn hefðbundna vinnutíma, enda oft mikið í húfi vegna ófyrirséðs viðhalds eða bilunar.  Til að tryggja aðgang að íhlutum og varahlutum býður Fálkinn upp á 24 tíma neyðarþjónustu alla daga ársins.  Ávallt er starfsmaður á vakt sem getur kallað aðra sér til aðstoðar ef með þarf.

Hvert útkall utan hefðbundins verslunartíma er gjaldfært skv. gildandi verðskrá hverju sinni.  Útköll á hátíðardögum og milli kl. 23.00 og 07.00 bera tvöfalt gjald.

Hægt er að fá samband við neyðarþjónustu Fálkans í gegnum aðalnúmerið 540 7000.