Þekking í forgrunni

Kjarninn í tækniþjónustu Fálkans er þjónusta og ráðgjöf varðandi ýmsan rafbúnað, almennan drifbúnað, legur, þéttingar og annan vél- og tæknibúnað.  Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar á þessum sviðum sem eru til halds og traust, beint við okkar viðskiptavini en ekki síður sem daglegur stuðningur og bakland fyrir aðra sölumenn Fálkans og verkstæði.

Mikið af þeim fyrirspurnum sem berast Fálkanum eru tæknilega krefjandi og oft er verið að leita lausna á ákveðnum og mjög sérhæfðum verkefnum.  Sum verkefnin kalla á ráðgjöf okkar við val á réttum íhlutum á meðan önnur verkefni eru meira byggð upp sem heildarlausn, þ.e. við hönnum lausnir að hluta eða í heild.   Allt er þetta svo unnið í góðu samstarfi við leiðandi framleiðendur eins og Schneider, FAG, Sulzer svo nokkrir séu nefndir.