Verslun og þjónusta
Verslun Fálkans er vel staðsett og með góðu aðgengi. Fjöldi sölumanna er á annan tug enda verkefnin fjölbreytt og oft tæknilega krefjandi, allt frá því að afhenda einfalda smáhluti í það að vera ráðgjöf og sala á flóknum lausnum eða íhlutum. Vöruúrvalið spannar mjög vítt svið af rekstrar- og tæknivöru bæði í véla- og rafmagnsdeild, þar sem verðmæti birgða hleypur á hundruðum milljóna, fjöldi vörunúmera skiptir tugum þúsunda og fjöldi birgja hundruðum. Þá eru sérpantanir á ýmsum vörum daglegt brauð og því má með sanni segja að enginn dagur sé eins á vinnustað eins og hjá Fálkanum.
Til stuðnings er úrval tæknimanna og góð aðstaða til lagfæringa ef þörf er á.
Við bjóðum upp á útkeyrslu á allar helstu afgreiðslustöðvar og vinnum náið með helstu flutningsaðilum.