Fálkinn var stofnaður 1904 sem viðgerðaverkstæði fyrir reiðhjól.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fyrirtækið breyst í takt við breyttar þarfir á hverjum tíma.

Meðal þeirrar starfsemi sem rekin hefur verið undir nafni Fálkans má nefna reiðhjólaverslun og -verkstæði, verslun með saumavélar og síðar önnur heimilistæki, bifreiðar, barnakerrur, hljómplötuverslun, hljómplötuútgáfa en síðast en ekki síst Fálkinn eins og við þekkjum hann í dag, öflug verslun og þjónusta við vélar og raftæki af öllum stærðum og gerðum.

Fálkinn er þjónustu- og tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í bíla- og vélahlutum, véltæknivörum og raftæknivörum.
Grunnurinn að velgengni Fálkans er góð þjónusta og fag- og tækniþekking starfsmanna sem margir hverjir hafa starfað hjá fyrirtækinu áratugum saman. Vöruúrvalið er mikið og við treystum á sterka og trausta birgja sem bjóða vandaða vöru, framleidda eftir ítrustu stöðlum.

Ásamt versluninni er í Fálkanum öflugt rafvélaverkstæði sem veitir viðgreiðarþjónustu fyrir söluvörur Fálkans og annast jafnframt allar almennar rafvéla- og rafeindaviðgerðir.

Með því að smella hér eða á myndina hér til hliðar getur þú nálgast Ágrip af sögu Fálkans sem var gefið út í tilefni af 100 ára afmælinu okkar árið 2004.