Dælur í öll verkefni
Hjá Fálkanum höfum við byggt upp heildstæða vörulínu af dælum í flest ef ekki öll verkefni, fyrir iðnað og atvinnulíf sem og einkaaðila, sumarhúsaeigendur og verktaka. Við vinnum með fjölda framleiðenda sem margir hverjir eru með þeim fremstu á sínu sviði.
Fjölbreytnin er mikil og má nefna almennar vatns- og brunndælur, mónódælur, olíu- og eldsneytisdælur, slóg- og slordælur, borholudælur, loft- og þindardælur, efnadælur, þrepadælur o.fl.