Við hjá Fálkanum leggjum mikinn metnað í að bjóða upp á vandaðar lausnir í skólphreinsunar og fráveitumálum.
Hvort sem um er að ræða skólphreinsun í hefðbundnum innanbæjarlögnum eða utan lagnaleiða getum við boðið dælu- og rennslisbúnað sem uppfyllir allar þær kröfur og reglugerðir sem eru í gildi um losun skólps alla leið frá húsi og út.
Okkar helsti byrgi í dælum er þýski framleiðandinn Sulzer sem býður upp á skólpdælur af öllum stærðum og gerðum, dælustöðvar sem henta þar sem þarf að lyfta frárennslinu og skólptætara, bæði einfaldar hnífadælur fyrir minni einingar og ábyrga notkun og svo einnig öfluga tætara sem vinna á öllu sem fólk missir óvart ofan í frárennslið eins og t.d. handklæðum, hárburstum, eyrnapinnum, hári og já JAFNVEL Á BLAUTÞURRKUM.
Við bjóðum einnig upp á rotþrær, tanka og hreinsikerfi frá VPI í Noregi og skólphreinsikerfi frá BioKube í Danmörku, en þessi lönd vinna eftir sömu reglugerðum og eru að taka gildi á Íslandi og er búnaðurinn margreyndur og stenst alla staðla og reglugerðir sem eru í gildi eða væntanlegar.